Fara í efni

Gamlar filmur sýndar í Stykkishólmi

16.09.2025
Fréttir Lífið í bænum

Kvikmyndasafn Íslands kemur í heimsókn föstudaginn 19. september og verður með sýningu á myndefni frá Stykkishólmi í samstarfi við Amtsbókasafnið. Í myndefninu kennir ýmissa grasa, meðal annars sjást forsetaheimsóknir, ferming, sjómannadagur og fiskvinnsla í bænum um og eftir miðja síðustu öld.

Sýnt verður í Setrinu á Höfðaborg kl. 15:00 og á Amtsbókasafninu kl. 17:00. Sýningin stendur í um 30 mínútur. Myndefnið er yfirleitt ekki með hljóði en mun Gunnar Kristófersson, frá Kvikmyndasafni Íslands, segja stuttlega frá efninu. Einnig verður gaman að sjá hvort viðstaddir þekki staðhætti og fólk á myndefninu.

Getum við bætt efni síðunnar?