Golfdagurinn í Stykkishólmi 22. júní
Golfsamband Íslands heldur upp á Golfdaginn í Stykkishólmi sunnudaginn 22. júní, kl. 13:00-15:00 í húsnæði Golfklúbbsins Mostra.
Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna og er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni.