Fara í efni

Grikk eða gott?

30.10.2023
Fréttir

Hrekkjavakan verður haldin víðsvegar um heim þriðjudaginn 31. október en hátíðin fer sífellt vaxandi hér á landi. Á hrekkjavöku er hefð fyrir því að börn klæði sig upp í búning og gangi í hús í leit að sælgæti. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu í Hólminum og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á milli kl. 17:30 og 19:30 þriðjudaginn 31. október og safna sér sælgæti. Gegnið verður út frá þeirri reglu að börn megi banka upp á þar sem hús hafa verið skreytt eða merkt í tilefni af hrekkjavökunni.

Draugur við Norska húsið.
Getum við bætt efni síðunnar?