Fara í efni

Grunnskólasetning 22. ágúst

17.08.2023
Fréttir

Grunnskólinn í Stykkishólmi verður settur þriðjudaginn 22. ágúst nk. Foreldrum og forráðamönnum nemenda 1. bekkjar er boðið á skólasetninguna ásamt nemendum. Skólasetningin fer fram á Amtsbókasafninu kl. 10:00 fyrir 1.-6. bekk og kl. 11:00 fyrir 7.-10. bekk.

Hefðbundin kennsla hefst svo miðvikudaginn 23. ágúst kl. 08:10 samkvæmt stundatöflu. Kennsla við Tónlistarskóla Stykkishólms hefst einnig miðvikudaginn 23. ágúst. Regnbogaland opnar sama dag en minnt er á skráningu í gegnum Völu frístund.

Vakin er sérstök athygli á því að mötuneytið verður lokað fram í miðjan september og þurfa börn því að koma með nesti að heiman fram að því. Jafnframt er þá vakin athygli á því að Grunnskólinn í Stykkishólmi er hnetulaus skóli. Nemendum verður áfram boðið uppá hafragraut í morgunmat og lýsi. Nánari upplýsingar um þetta og annað fá foreldrar og forráðamenn nemenda í upplýsingapósti frá skólanum.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi 2023-2024

Skóladagatal 2023-2024

Getum við bætt efni síðunnar?