Fara í efni

Hanastélspáskar í Stykkishólmi

16.04.2025
Fréttir Lífið í bænum

Undanfarin ár hefur kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verið haldin hátíðleg í kringum páskana. Þetta árið verður hinsvegar breyting þar á og verður hátíðin að vikulöngum viðburði sem haldin verður 16.-21. júní. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda bestu kokteilana. Skipuleggjendur hátíðarinnar lofa glæsilegri hátíð í sumar, þeirri stærstu og metnaðarfyllstu hingað til.

Til upphitunar verða litlir viðburðir helgina fyrir páska til að minna á hátíðina í júní. Boðið verður meðal annars uppá firmakeppni, páskabingó á Fosshótel Stykkishólmi, Pub quiz á Narfeyrarstofu og lengri opnunartíma á Skippernum. Það má því búast við iðandi mannlífi og miklu fjöri í Stykkishólmi fyrir og um páskana.

Hægt er að kynna sér dagská helgarinnar nánar á visitstykkisholmur.is

Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Getum við bætt efni síðunnar?