Fara í efni

Hvað á miðstöð öldrunarþjónustu að heita?

24.10.2023
Fréttir

Miðstöð öldrunarþjónustu kallaði nýverið eftir tillögum að nafni á miðstöðina. Opnað var fyrir tillögur í grillveislu sem haldin var að Skólastíg 14 sunnudaginn 8. október. Bauðst fólki þá að senda inn tillögur að nafni til sunnudagsins 15. október. Þá tók þar til gerð nefnd við boltanum og hefur nú valið úr fimm álitlegustu tillögurnar sem fólki stendur nú til boða að kjósa á milli.

Nefndin er skipuð þeim Klaudiu S. Gunnarsdóttur, formanni velferðar- og jafnréttismálanefndar, Hildi Láru Ævarsdóttur, formanni öldungaráðs, Halldóru F. Sverrisdóttur, formanni Aftanskins og Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttur, starfsmanni miðstöðvar öldrunarþjónustu.

Þau nöfn sem nefndin taldi álitlegust og fólki býðst nú að kjósa á milli eru eftirfarandi:

Klöpp - Vísar í húsin sem voru rifin þegar núverandi hús var byggt.
Iðan - Vísar til fólks sem hefur gengið í gegnum öldusjó á lífsleiðinni.
Zetan - Vísar í félagsmiðstöðina X-ið. Zetan kemur á eftir Xinu.
Stuðlaberg - Vísar til stöðugleika og öryggis.
Höfðaborg - Húsið stendur uppi á höfða með útsýni til allra átta.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skila inn þínu atkvæði.
Kosningin er opin út sunnudaginn 29. október nk.

Taka þátt í kosningu

Getum við bætt efni síðunnar?