Íbúafundur um fjárhagsáætlun og vinnu við nýtt aðalskipulag
Boðað er til íbúafundar mánudaginn 8. desember um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2029 og vinnu við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.
Fundurinn fer fram á Höfðaborg, Skólastíg 14, og hefst kl. 17:00 þann 8. desember.
Kynning á fjárhagsáætlun
Á fundinum mun bæjarstjóri fara yfir meginmarkmið fjárhagsáætlunar og helstu áherslur hennar og fyrirhugaða uppbyggingu. Auk bæjarráðs og bæjarstjórnar hafa fastanefndir sveitarfélagsins undanfarið fjallað um fjárhagsáætlun og gjaldskrár á fundum sínum og byggir áætlunin á þeirri vinnu. Fjárhagsáætlunin verður tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 11. desember næstkomandi.
Eins og íbúar þekkja eru bæjarstjórnarfundir sendir út í beinni útsendingu á Youtuberás Stykkishólms og má þar fylgjast með umfjöllun bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins.
Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins
Fulltrúar Alta munu einnig kynna vinnu við nýtt aðalskiplag, það fyrsta fyrir sameinað sveitarfélag. Í aðalskipulaginu verður mörkuð framtíðarstefna sveitarfélagsins í þróun þéttbýlis og dreifbýlis.
Á fundinum verður einnig kynntur nýr kynningarvefur um aðalskipulagsvinnuna. Íbúar eru hvattir til að nýta tækifærið og koma á framfæri sjónarmiðum um framtíðarþróun sveitarfélagsins. Til frekari umhugsunar til undirbúnings fyrir fyrir þróun þéttbýlis og dreifbýlis má t.d. velta fyrir sér spurningunni: (1) Hvaða náttúrulegu og menningarlegu gæði og sérkenni bæjarins og sveitanna ætti að vernda og styrkja og (2) hvar og hvernig væri hægt eða ætti að gera það.
Við viljum heyra þitt sjónarmið
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn, kynna sér málin og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.