Fara í efni

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda

10.01.2023
Fréttir Aðsendar greinar

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra verður haldinn í húsnæði aftanskins, Setrinu/Kálfinum, Skólastíg 11, hér í Stykkishólmi, kl. 17:00, miðvikudaginn 11. janúar.

Erna Magnúsdóttir forstöðumaður og Iðjuþjálfi hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, verður með með fyrirlestrana :

  • Tilfinningar og stuðningur þegar fjölskyldumeðlimur greinist.
  • Kynning á landsbyggðardeild Ljóssins, og hvernig þið getið stutt hvert annað.

Allir krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra, hvaðan sem er af Snæfellsnesinu eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Hægt er að kynna sér málið nánar á ljosid.is

Vonumst til að sem allra flestir nýti sér þetta tækifæri til að auka þekkingu sína á þessum sjúkdómi, sem allt of margir eru að kljást við.
Það er líka mikils virði að geta rætt þessi mál við aðra þá sem lent hafa í svipaðri reynslu.

F.h. undirbúningshópsins
Svanborg Siggeirsdóttir

Setrið/kálfurinn
Getum við bætt efni síðunnar?