Fara í efni

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum

20.08.2025
Fréttir Lífið í bænum

Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött í Hólmgarðinum í Stykkishólmi kl. 17:00 fimmtudaginn 21. ágúst. 

Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk.

Miðasala fer fram á staðnum en einnig er hægt að tryggja sér miða fyrirfram á tix.is. Miðaverð er 3.900 kr., en frítt er fyrir 2ja ára og yngri.

Getum við bætt efni síðunnar?