Leikskólinn lokar kl. 12:00 á föstudag
Á vef Leikskólans í Stykkishólmi kemur fram að leikskólinn loki kl. 12:00 föstudaginn 12. september vegna jarðarfarar. Þann dag verður Inga (Árný Ingibjörg Ólafsdóttir) jarðsungin frá Stykkishólmskirkju kl. 13:00, en hún starfaði í leikskólanum í Stykkishólmi til fjölda ára.