Fara í efni

Leitað eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi

27.06.2025
Fréttir Stjórnsýsla

Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.

Bæjarstjórn fól einnig skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við tillögu að breyttu deiluskipulagi á svæðinu.

Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga hjá bæjarstjóra í síma 433-8100.

Sjá nánar gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Víkurhverfi
Getum við bætt efni síðunnar?