Leitað eftir fólki í undirbúningsnefnd Danskra daga
Danskir dagar verða næst haldnir 14.-16. ágúst 2026, þetta kemur fram á facebook síðu Danskra daga en þar er óskað eftir hressu fólki í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina. Áhugasamir geta sent línu á danskirdagar@stykkisholmur.is eða sett sig í samband við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, formann félags atvinnulífs í Stykkishólmi.
Danskir dagar voru síðast haldnir dagana 16.- 18. ágúst 2024. Áður hafði hátíðin verði færð fram í júní og tengd við Jónsmessuna. Árið 2024 fagnaði hátíðin 30 ára afmæli og þótti því við hæfi að hafa hana á gamla tímanum, í ágústmánuði. Það mældist vel fyrir og var því ákveðið að halda því striki. Áfram eru Danskir dagar haldnir annað hvert ár til móts við Norðurljósahátíðina.