Fara í efni

Leitað eftir fólki í undirbúningsnefnd Danskra daga

13.01.2026
Fréttir Lífið í bænum

Danskir dagar verða næst haldnir 14.-16. ágúst 2026, þetta kemur fram á facebook síðu Danskra daga en þar er óskað eftir hressu fólki í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina. Áhugasamir geta sent línu á danskirdagar@stykkisholmur.is eða sett sig í samband við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, formann félags atvinnulífs í Stykkishólmi.

Danskir dagar voru síðast haldnir dagana 16.- 18. ágúst 2024. Áður hafði hátíðin verði færð fram í júní og tengd við Jónsmessuna. Árið 2024 fagnaði hátíðin 30 ára afmæli og þótti því við hæfi að hafa hana á gamla tímanum, í ágústmánuði. Það mældist vel fyrir og var því ákveðið að halda því striki. Áfram eru Danskir dagar haldnir annað hvert ár til móts við Norðurljósahátíðina.

Danskir dagar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?