Rotþrær tæmdar
Þriðjudaginn 5. ágúst nk. mun fyrirtækið Hreinsitækni ehf. hefjast handa við hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu Stykkishólmi. Verkið verður unnið eins og veður og aðstæður leyfa.
Húseigendur/lóðarhafar sem málið varðar eru hvattir til að hafa gott aðgengi að rotþróm til að tryggja að hreinsunin gangi greiðlega fyrir sig (ólæst hlið, grisja trjágreinar og reita gróður frá stútnum ef þarf og merkja stút með fána eða stiku ef hann sést illa).
Sé frekari upplýsinga óskað má hafa samband við starfsfólk Ráðhússins í síma 433-8100 eða á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is