Fara í efni

Lúðrasveitir Stykkishólms blása gegn einelti

08.11.2023
Fréttir

Á degi íslenskrar tungu, fimmtudaginn 16. nóvember, býður Tónlistarskóli Stykkishólms til lúðrasveitatónleika í Stykkishólmskirkju. Yfirskrift tónleikanna er blásið gegn einelti.

Sérstakur gestur er tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sem nýverið opnaði sig opinberlega um
einelti sem hann varð fyrir í æsku. Júlí Heiðar mun segja tónleikagestum stuttlega frá sinni reynslu auk þess að syngja 1-2 lög.

Stjórnendur lúðraveita tónlistarskólans eru Martin Markvoll og Anastasia Kiakhidi.

Tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir standa öllum opnir.

Getum við bætt efni síðunnar?