Fara í efni

Lyfta í Grunnskólanum

20.01.2026
Fréttir

Í lok síðasta árs stóðu umfangsmiklar og langþráðar framkvæmdir yfir í Grunnskólanum í Stykkishólmi þegar lyftu var komið fyrir í húsinu. Framkvæmdir gengu vel og hefur lyftan nú verið tekin út af úttektaraðila og fengið grænt ljós til notkunar.Smávægilegur frágangur er eftir í kringum lyftuna og verður gengið frá því á næstu vikum.

Lengi hefur staðið til að koma lyftu í gagnið í skólanum en lyftugatið hefur staðið tómt frá því skólinn var byggður. Lyftan er mikil búbót við skólann og stór liður í því að bæta aðgengi fyrir alla í stofnunum sveitarfélagsins.

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá Gísla Svein Gretarsson, kennara við grunnskólann. "Lyftan kemur sér sérstaklega vel fyrir okkur kennara sem hingað til höfum þurft að rogast með þungar bækur upp og niður stigann" - segir Gísli kíminn.

Gísli Sveinn Gretarsson, kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi.
Getum við bætt efni síðunnar?