Fara í efni

Malbikunarframkvæmdir

18.09.2025
Fréttir

Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötu og víðar í Stykkishólmi. Unnið er að því að malbika Aðalgötuna frá Pósthúsi fram yfir gatnamót Borgarbrautar. Þá stendur einnig til að malbika hluta Borgarbrautar auk minniháttar viðgerða hér og þar í bænum. Óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum lokanir á götum en hjáleiðir eru merktar með skiltum. Á meðan framkvæmdum stendur við gatnamót Borgarbrautar og Aðalgötu er opið inn á bílaplan við Bónus frá Laufásvegi.

Getum við bætt efni síðunnar?