Fara í efni

Norðurljósin - Menningarhátíð í Stykkishólmi næstu helgi

17.10.2022
Fréttir Lífið í bænum

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20. - 23. október 2022. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg í ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hólmarar eru hvattir til að og nota tækifærið og bjóða gestum heim til að njóta góðra stunda í Stykkishólmi.

 

FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER

15:00 - 18:00 Gallerí Braggi: Gestalistamenn verða á staðnum.

17:30 - 19:30 Stykkishólmskirkja: Opin æfing hjá Kór Stykkishólmskirkju.

18:00 - Fosshótel: Sérstakur Norðurljósahátíðarseðill. Bókanir í s. 430 2100.

18:00 - Narfeyrarstofa: Nýr matseðill. Bókanir á narfeyrarstofa.is.

18:30 Við Norska húsið: Ljósahátíð, samvinnuverkefni nemenda leikskólans og nemenda yngri bekkja grunnskólans. Lýsum upp myrkrið og eigum saman fallega stund í nafni vináttu og kærleika.

20:00 Stykkishólmskirkja: Opnunarhátíð, fjölbreytt tónlistaratriði, heiðrun og fleira. Enginn aðgangseyrir.

21:00 Narfeyrarstofa: Spilakvöld og tilboð á barnum.

 

FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER

13:00 - 15:00 Ásbyrgi: Hrekkjavökustemning og varðeldur. Heitt súkkulaði til sölu.

13:00 - 17:00 Vinnustofan Tang og Riis: Fuglasýning, Ingibjörg Ágústsdóttir sýnir útskorna fugla.

15:00 - 17:00 Norska húsið - BSH: Á safninu stendur yfir sýningin Sparistellið. Af því tilefni verður hægt að koma og skreyta sinn eigin bolla.

15:00 - 17:00 Sjávarborg kaffihús: Litháenskt og pólskt smakk. Börn velkomin í Norðurljósalitaland.

15:00 - 18:00 Gallerí Braggi: Gestalistamenn verða á staðnum.

17:00 Við Frúarhól: Nótt full af stjörnum. Útstilling á hækum á vegum Önnu Sigríðar Gunnarsdóttur. Sýningin stendur yfir alla helgina.

18:00 - 20:30 Lionshús, Frúarstíg 2: Lions konur selja grænmetissúpu og brauð, enginn posi.

18:00 - Fosshótel: Sérstakur Norðurljósahátíðarseðill. Bókanir í s. 430 2100.

18:00 - Narfeyrarstofa: Nýr matseðill. Bókanir á narfeyrarstofa.is.

18:00 - 23:00 Sjávarpakkhúsið: Tíu rétta smakkseðill + drykkjarpörun. Bókanir á sjavarpakkhusid.is.

21:00 Fosshótel: Tónleikar með Mugison. Miðasala www.mugison.com/stykkis2022.

 

LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER

11:00 - 11:30 Íþróttahúsið: Meistaraflokksstúlkur- og piltar verða með opið hús.

11:00 - 16.00 Gallerí Braggi: Gestalistamenn verða á staðnum.

13:00 Norska húsið - BSH: Erindi í tilefni af 190 ára afmæli hússins. 1 stk. Hólmur. Anna Melsteð fjallar um sögu og áhrif Norska hússins á Stykkishólm í 190 ár.

13:00 - 16:00 Norska húsið - BSH: Greta María Árnadóttir og Lára Gunnarsdóttir með pop up verslun og taka vel á móti öllum.

14:00 - 15:00 Tónlistarskólinn: Söngstund með tónlistarkennurunum.

14:00 - 17:00 Setrið, Skólastíg 11: Handverkssýning Aftanskins og vöfflusala, enginn posi, 1000 kr.

14:00 - 18:00 Vinnustofan Tang og Riis: Fuglasýning, Ingibjörg Ágústsdóttir sýnir útskorna fugla.

15:00 - 17:00 Sjávarborg kaffihús: Litháenskt og pólskt smakk. Börn velkomin í Norðurljósalitaland.

15:00 Vatnasafn: Veðurnet heimsins. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari segir frá fjölþjóðlegu myndlistarverkefni sem m.a. tengist Roni Horn og Árna Thorlacius.

16:00 Vatnasafn: Norðurljós, jöklar og önnur náttúruundur. Erindi og myndasýning frá Þorðvarði Árnasyni líffræðingi og ljósmyndara.

17:00 Vinnustofan Tang og Riis: Stofutónleikar, hljómsveitin Best með rjóma, Anna Margrét Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson og Martin Markvoll leika ljúfa tóna.

18:00 - Fosshótel: Sérstakur Norðurljósahátíðarseðill. Bókanir í s. 430 2100.

18:00 - Narfeyrarstofa: Nýr matseðill. Bókanir á narfeyrarstofa.is.

18:00 - 23:00 Sjávarpakkhúsið: Tíu rétta smakkseðill + drykkjarpörun. Bókanir á sjavarpakkhusid.is.

20:00 Vinaminni, Bókhlöðustíg 1: Stofutónleikar, Jara Hilmarsdóttir og Símon Karl Sigurðarson syngja og spila lög úr íslenskum leikverkum.

21:00 Gamla kirkjan: Það fer saman hljóð og mynd. Lárus Ástmar Hannesson og Hólmgeir Þórsteinsson blanda saman tónlistarflutningi og ljósmyndum. Aðgangseyrir 1500 kr.

22:00 Vinaminni, Bókhlöðustíg 1: Stofutónleikar, Dalabræðurnir Davíð Sæmundsson tengdasonur Stykkishólms og Guðmundur Bæringsson bjóða í sing along.

23:00 Gamla kirkjan: Það fer saman hljóð og mynd. Lárus Ástmar Hannesson og Hólmgeir Þórsteinsson blanda saman tónlistarflutningi og ljósmyndum. Aðgangseyrir 1500 kr.

 

SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER

11:00 - 14:00 Tónlistarskólinn: Loppumarkaður og tónlistaratriði frá skapandi deild Tónlistarskólans.

11:00 - 15:00 Freyjulundur: Kvenfélagskonur verða með opið hús. Kaffi og pönnukökur til sölu, enginn posi.

12:00 - 14:00 Amtsbókasafnið: Afmælishátíð, sýning á munum frá langri sögu safnsins.

14:00 - 15:00 Amtsbókasafnið: Bókmenntaganga. Anna Melsteð leiðir göngu frá Amtsbókasafninu í Stykkishólmi og leitar svara við því hvernig Stykkishólmur hafi verið rithöfundum innblástur í gegnum tíðina.

14:00 - 17:00 Vinnustofan Tang og Riis: Fuglasýning, Ingibjörg Ágústsdóttir sýnir útskorna fugla.

15:00 Norska húsið - BSH: Í tengslum við sýninguna Sparistellið verður kaffikynning frá Kaffibrennslunni Valeria í Grundarfirði. Spákona kíkir svo í bollana.

 

OPNUNARTÍMI SAFNA

 

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Fimmtudagur kl. 14 - 17

Föstudagur kl. 14 - 17

Sunnudagur kl. 12 - 14


Vatnasafn

Fimmtudagur kl. 13 - 16

Föstudagur kl. 13 - 16

Laugardagur kl. 13 - 16

Sunnudagur kl. 13 - 16

 

Norska Húsið - BSH

Fimmtudagur kl. 13 - 16

Föstudagur kl. 13 - 17

Laugardagur kl. 13 - 16

Sunnudagur kl. 13 - 16

Smelltu hér fyrir mynd af dagskrá.

Súgandiseyjarviti baðar sig í Norðurljósum.
Getum við bætt efni síðunnar?