Fara í efni

Nýr Baldur kominn heim

17.11.2023
Fréttir

Nýr Baldur er nú kominn til hafnar í Stykkishólmi og bíður þess að taka á móti gestum á milli kl. 15 og 17 í dag, en þá verðurformleg móttaka Baldurs haldin í Stykkishólmi með ávörpum.  Gefst þá íbúum og öðrum áhugasömum kostur á að skoða nýju ferjuna og þiggja veitingar um borð. Á sunnudaginn 19.nóvember frá kl. 17 – 18 verður hægt að skoða ferjuna í Brjánslæk og þiggja veitingar sömuleiðis.

Nýja ferjan er með tvö aðskilin framdrifskerfi þ.e. hún er útbúin tveimur aðalvélum og tveim skrúfum sem stóreykur öryggi farþega. Einnig er hún með öfluga veltiugga sem gerir siglinguna þægilegri og farþegarými er allt á sama dekki. Þá er hún 12 árum yngri en fyrrverandi ferja og aðstaða fyrir farþega er mun þægilegri.

Nýi Baldur tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla.

Breiðafjarðarferjan Baldur
Getum við bætt efni síðunnar?