Oddaleikur í Hveragerði
Snæfell mætti Hamar í fjórða leik liðanna í baráttu um sæti í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik miðvikudaginn 9. apríl. Leikurinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Stúkan var full og mikil stemmning í húsinu. Fyrir leikinn hafði Snæfell unnið einn leik en Hamar tvo og því um mikilvægan leik að ræða, en til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þarf að sigra þrjá leiki. Lokatölur voru Snæfell 100 - Hamar 88, en heimamenn héldu forystu allan leikinn.
Úrslitaleikurinn í þessari rimmu fer því fram í Hveragerði sunnudaginn 13. apríl kl. 19:15 og eru Hólmarar og Snæfellingar hvattir til að mæta og styðja strákana til sigurs.
GH Hópaferðir bjóða stuðningsfólki Snæfells á leikinn á sunnudaginn. Rútan fer frá íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi kl. 15:15 og tekur 50 manns í sæti. Hægt er að skrá sig í rútuna hér að neðan.