Fara í efni

Perlað af krafti í FSN

21.01.2026
Fréttir

Krabbameinsfélag Snæfellsness og Kraftur standa fyrir perlustund í Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 28. janúar 2026 kl. 17:00 - 19:00. Tilefnið er 40 ára afmæli Berglindar Rósu Jósepsdóttur (28.01.1986 - 30.12.2019) sem kvaddi langt fyrir aldur fram.

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Perlustund er tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundarfirði
Getum við bætt efni síðunnar?