Fara í efni

Próftaka í heimabyggð

26.01.2024
Fréttir

Símenntun á Vesturlandi sinnir meðal annars þjónustu við fjarnema og er eitt af hlutverkum þeirra er að gera fjarnemendum kleift að taka próf í heimabyggð. Símenntun sér um að útvega aðstöðu og yfirsetufólk á viðeigandi stöðum og tímum eftir þörfum.

Undanfarið hefur Grunnskólinn í Stykkishólmi haldið utan um nemendur sem sækjast eftir því að taka próf úr sínu námi í heimabyggð en breyting hefur nú orðið á því fyrirkomulagi.

Símenntun hefur gert samning við Eyþór Benediktsson um að taka við þessu verkefni. Nemendur sem sem hafa í hyggju að taka fjarpróf í Stykkishólmi þurfa að tilkynna slíkt til sinna skóla með góðum fyrirvara þannig að tryggja megi aðstöðu og yfirsetu. Sveitarfélagið mun áfram útvega húsnæði undir próftöku.

Eyþór sér um yfirsetu í prófum, er tengiliður á staðnum og prentar út gögn ef þarf, tekur mætingu, kynnir og fylgir eftir prófareglum, fylgist með tíma, sér um skráningar o.fl.

Öll upplýsingamiðlun til nemenda um fjarprófin sjálf, tíma, stað og fyrirkomulag er á höndum skólanna sjálfra.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Símenntunar eða hjá starfsfólki Símenntunar á simenntun@simenntun.is

Getum við bætt efni síðunnar?