Fara í efni

Réttað í Arnarhólsrétt á sunnudag

16.09.2025
Fréttir

Nú þegar tekur að hausta fara sauðfjárbændur landsins að huga að fé sínu og smala niður af fjöllum. Fyrri leit er að þessu sinni laugardaginn 20.september og réttað í Arnarhólsrétt sunnudaginn 21.september, kl. 11:00. Kvenfélagið Björk verður með réttarkaffi í félagsheimilinu.

Seinni leit verður laugardaginn 4. október og réttað sama dag.

Réttir í Arnarhólsrétt
Getum við bætt efni síðunnar?