Réttað í Arnarhólsrétt á sunnudag
Nú þegar tekur að hausta fara sauðfjárbændur landsins að huga að fé sínu og smala niður af fjöllum. Fyrri leit er að þessu sinni laugardaginn 20.september og réttað í Arnarhólsrétt sunnudaginn 21.september, kl. 11:00. Kvenfélagið Björk verður með réttarkaffi í félagsheimilinu.
Seinni leit verður laugardaginn 4. október og réttað sama dag.