Fara í efni

Sauna- og infrarauður klefi kominn á bakkann

25.07.2025
Fréttir

Þann 5. júlí síðastliðinn opnaði pottasvæðið við Sundlaug Stykkishólms á ný eftir miklar endurbætur. Nýju pottarnir hafa vakið mikla lukku en um er að ræða annars vegar efðbundinn klórpott og hins vegar pott með hinu einstaka heilsuvatni sem við í Stykkishólmi státum af, en sá pottur er heitari. Báðir pottarnir eru hærri frá jörðu en hinir voru, sem bætir aðgengi fyrir alla gesti.

Nú hefur nýjum sauna- og infrarauðum klefa verið komið fyrir á sundlaugarbakkanum. Klefinn verður tekinn í notkun mánudaginn næstkomandi, þann 28. júlí. Gestir sundlaugarinnar geta því heldur betur látið vel um sig fara í nýrri og endurbættri aðstöðu við sundlaugina.

Þessi glæsilegi klefi er kominn á sinn stað
Getum við bætt efni síðunnar?