Fara í efni

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn í Stykkishólmi

18.08.2023
Fréttir

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti Stykkishólm í dag. Patman tók við embætti sendiherra 7. ágúst 2022. Áður hafði hún verið stjórn­ar­formaður al­menn­ings­sam­gangna í Harris-sýslu í Texas sem er sú þriðja fjöl­menn­asta í Banda­ríkj­un­um. Einnig var hún einn eig­enda lög­fræðistof­unn­ar Bracewell LLP og starfaði þar í þrjá ára­tugi.

Patman og föruneyti hennar snæddu hádegisverð á Narfeyrarstofu með bæjarstjóra, forseta bæjarstjórar og skipulagsfulltrúa. Að því loknu spókaði sendiherra sig um bæinn í mildu veðri og skoðaði meðal annars Norska húsið, Æðarsetrið, Gallerí Lunda og Vatnasafn.

Getum við bætt efni síðunnar?