Fara í efni

Skilti til minningar um vesturfara afhjúpað á höfninni

26.08.2025
Fréttir

Nýtt skilti til minningar um vesturfara verður afhjúpað á höfninni í Stykkishólmi sunnudaginn 31. ágúst kl. 14:00. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland.

Um 50 sjálfboðaliðar og meðlimir félagsins sækja viðburðinn en hópurinn er á ferð um Ísland næstu daga og verða sambærileg skilti einnig afhjúpuð á Eyrarbakka og Húsavík. Árið 2023 voru sett upp skilti á Seyðisfirði, Vopnafirði, Sauðárkróki og Borðeyri á vegum félagsins til að heiðra vesturfara og halda sögu þeirra á lofti.

Viðburðurinn er öllum opin en að lokinni afhjúpun verður boðið upp á léttar kaffiveitingar í Norska húsinu.

Skiltinu verður komið fyrir á steininum á myndinni hér að ofan.
Getum við bætt efni síðunnar?