Fara í efni

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vigraholti

08.11.2023
Fréttir

Þann 2. nóvember sl., samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti). Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og nýtt deiliskipulag, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.

Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarland og frístundabyggð með allt að 93 sumarhúsum á 62,4 ha svæði. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Í skipulagsbreytingunni verður landnotkun breitt í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu. Frístundabyggðin mun stækka en fjölda húsa fækka í 33. Í nýrri íbúðarbyggð verða allt að 10 íbúðarhús fyrir starfsfólk. Heimilt verður að byggja gestahús á lóðum frístundahúsa og íbúðarhúsa. Á svæði fyrir verslun og þjónustu verður hótel með frístandandi hótelherbergjum/smáhýsum, baðlóni, veitingastað og brugghúsi. Heildarflatarmál bygginga á svæðinu verður allt að 21.500 m2. Aðkomuleið verður frá Stykkishólmsvegi við Vogaskeið. Göngu- og reiðleið eftir gamla Skógarstrandaveginum verður færð. Í skipulaginu verður lögð áhersla á að fella byggðina að landlagi og taka tillit til náttúru og sögu svæðisins.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagslýsinguna.

Skipulagslýsing

Kynningarfundur vegna skipulagslýsingarinnar verður haldinn í Amtbókasafninu í Stykkishólmi miðvikudaginn 22. nóvember kl. 17-18.

Skriflegar athugasemdir og/eða ábendingar skal senda til skipulagsfulltrúa Stykkishólms með því að:

  • hlaða þeim upp í Skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is) mál nr. 794/2023 (br. á aðalskipulagi) og mál nr. 795/2023 (deiliskipulag),
  • senda tölvupóst á skipulag@stykkisholmur.is eða
  • senda bréfpóst á: Skipulagsfulltrúi, Ráðhúsi, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi.

Athugasemdafrestur við skipulagslýsinguna er til og með 5. desember 2023.

Getum við bætt efni síðunnar?