Skotthúfan haldin 28. júní
Skotthúfan verður haldin í Stykkishólmi laugardaginn 28. júní. Í ár er því fagnað að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár og verður dagskráin vegleg af því tilefni. Norska húsið verður opið frá kl. 11:00 til 17:00 en yfir daginn verður meðal annars ýmislegt að sjá við Tang og Riis og í gamla frystihúsinu við Aðalgötu 1. Auk þess munu félagar úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa fyrir utan Norska húsið kl. 16:15. Hægt er að kynna sér dagskránna hér að neðan.
Dagskrá - Skotthúfan 2025
11 - 17 Norska húsið: Komið og rifjið upp Þjóðbúningadag Byggðasafnsins í 20 ár
Ljósmyndasýning í tilefni af þjóðbúningadegi safnsins sem haldinn hefur verið í 20 ár. Svipmyndir frá liðnum árum.
Skotthúfa Auðar Laxness verður kynnt í safnbúðinni.
Æðarsetur Íslands & Sjávarborg Café: Komdu og fáðu þér kaffi
Æðarsetur Íslands (Opið 13-17) og Sjávarborg Café (Opið 12-17) bjóða búningaklæddum gestum upp á kaffi og þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins. Öll velkomin.
Æðarsetur Íslands (Opið 13-17) og Sjávarborg Café (Opið 12-17) bjóða búningaklæddum gestum upp á kaffi og þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins. Öll velkomin.
12 - 16 Tang & Riis: Komið og kaupið! Farandverslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands
12 - 16 Tang & Riis: Komið og kniplið!
Komið og kniplið, kynnist skemmtilegri handverksaðferð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Gestir geta fengið að prófa.
Komið og kniplið, kynnist skemmtilegri handverksaðferð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Gestir geta fengið að prófa.
12 - 16 Vinnustofan Tang & Riis: Komið og skoðið freyjur og fugla Sýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur mæðgur opin í vinnustofu í kjallara.
12 - 14 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að kveða Atli Freyr kennir kveðskaparlist, hefur þú prófað að kveðast á?
14 - 16 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að dansa
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa.
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa.
16:00 Myndataka við Norska húsið
Þjóðbúningaklæddir gestir sitja fyrir á árvissri mynd hátíðarinnar.
Þjóðbúningaklæddir gestir sitja fyrir á árvissri mynd hátíðarinnar.
16:15 Þjóðdansar á Plássinu: Komdu og stígðu dans
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka sporið fyrir utan Norska húsið. Dansaðir verða íslenskir þjóðdansar og gestum gefst tækifæri að taka þátt í dansinum.
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka sporið fyrir utan Norska húsið. Dansaðir verða íslenskir þjóðdansar og gestum gefst tækifæri að taka þátt í dansinum.
18 - 22 Hótel Fransiskus: Komdu á kvöldvöku
Opið hús frá kl. 18 - 22 í morgunverðarsal Fransiskus gengið inn frá bílastæði sunnan megin.
Súpa borin fram frá kl. 19 á meðan birgðir endast. Verð fyrir súpu kr. 2.000 Skráning nauðsynleg - https://forms.gle/xGPyAfsuNJapzm5f8
Opið hús frá kl. 18 - 22 í morgunverðarsal Fransiskus gengið inn frá bílastæði sunnan megin.
Súpa borin fram frá kl. 19 á meðan birgðir endast. Verð fyrir súpu kr. 2.000 Skráning nauðsynleg - https://forms.gle/xGPyAfsuNJapzm5f8
Kvöldvaka hefst kl. 20 Kvöldvökustjóri: Eydís Gauja.
Þjóðbúningaspurningakeppni, kveðskapur, Eyjólfur Eyjólfsson verður með langspilskynningu og tónlistarflutning með hjálp gesta, samsöngur og fleira.
Þjóðbúningaspurningakeppni, kveðskapur, Eyjólfur Eyjólfsson verður með langspilskynningu og tónlistarflutning með hjálp gesta, samsöngur og fleira.