Fara í efni

Sparkvöllurinn sópaður

08.09.2022
Lífið í bænum

Unnið er nú að því að bæta aðstöðu knattspyrnuiðkenda á sparkvellinum við íþróttamiðstöðina. Lítill götusópur hefur farið yfir völlinn í þeim tilgangi að sópa upp kurlinu sem hefur reynst mörgum þreytandi. Með því að sópa völlinn og þrífa er vonast til þess að losna við eða draga úr þeirri svertu sem berst í föt knattspyrnuiðkenda.

Einnig stendur til að bera á tréverkið umhverfis völlinn en knattspyrnudeild Snæfells hefur tekið það verkefni að sér. Íbúar sem vilja leggja sitt að mörkum við viðhald sparkvallarins og styðja þannig knattspyrnudeildina eru hvattir til að setja sig í samband við forstöðumann íþróttamannvirkja, Arnar Hreiðarsson, í síma 8656232 upp á að nálgast aðföng í verkið.

Haraldur Thorlacius sópar sparkvöllinn.
Getum við bætt efni síðunnar?