Staða launafulltrúa laus til umsóknar
Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf launafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Næsti yfirmaður launafulltrúa er skrifstofu- og fjármálastjóri. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars 2026 eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Launavinnsla og launaútreikningur,
- Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál.
- Gerð launaáætlana og aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar.
- Umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi.
- Kjaramál og mannauðsverkefni í samráði við næsta yfirmann.
- Færsla launabókhalds og afstemmingar
- Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking og haldbær reynsla af launavinnslu og sambærilegum störfum.
- Þekking á kjaraumhverfi starfsmanna sveitarfélaga er æskileg.
- Góð tölvukunnátta og reynsla af Excel.
- Þekking og reynsla af launa- og mannauðskerfum.
- Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.
- Þekking og reynsla á sviði bókhalds kostur.
- Skipulagsfærni og nákvæm vinnubrögð.
- Samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund.
- Metnaður, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Með umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Steinsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, gyda@stykkisholmur.is, s. 433 8100. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Einungis er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð umsóknarkerfið.
Um sveitarfélagið
Sveitarfélagið Stykkishólmur er á norðanverðu Snæfellsnesi og dregur nafn sitt af þéttbýlinu Stykkishólmi sem stendur við Breiðafjörð og er rómað fyrir einstaklega fallegt bæjarstæði.
Um 1.350 manns búa í sveitafélaginu sem er innan við tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar bæjarfélagið af ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum. Alla helstu grunnþjónustu er að finna á svæðinu, m.a. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, öflugt íþróttastarf, heilsugæslu, bókasafn, lágvöruverslun og margt fleira. Þá eru atvinnuvegir fjölbreyttir og samfélagið fjölskylduvænt. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti. Í sveitarfélaginu er fjölskrúðug og falleg náttúra og gott mannlíf. Það eru spennandi tímar og mikil uppbygging framundan í sveitarfélaginu. Aðstaða er fyrir störf óháð staðsetningu, t.d. fyrir maka.