Fara í efni

Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi

25.04.2025
Fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 27. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni dagsins.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum að halda utan um og skipuleggja stóra plokkdaginn 2025 í sveitarfélaginu og tryggja þannig þátttöku sveitarfélagsins í þessu mikilvæga verkefni.

Nefndin stendur fyrir plokkviðburði sem hefst sunnudaginn 27. apríl kl. 11:00 við körfuboltavöllinn á lóð Grunnskólans. Áhersla verður lögð á þrjú svæði: Við Orkuplanið, aftan við Skúrinn og íþróttavöllinn og meðfram veginum inn í bæinn. Sjá nánar á myndum hér að neðan. Sveitarfélagið útvegar poka og plokkstangir.

Að plokki loknu verða grillaðar pylsur við upphafspunkt, við körfuboltavöll á lóð Grunnskólans.

Getum við bætt efni síðunnar?