Fara í efni

Stykkishólmur cocktail weekend

03.04.2023
Fréttir Lífið í bænum

Kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verður haldin hátíðleg dagana 5.-8. apríl. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda besta kokteilinn.

Allir staðirnir sem taka þátt munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer svo á milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu. Hægt er að taka þátt í happdrætti með því að safna límmiðum sem fást með keyptum drykk á hverjum stað. Dregið verður úr happdrættinu á Fosshótel Stykkishólmi á laugardagskvöldinu.

Þátttakendur hátíðarinnar í ár eru Fosshótel Stykkishólmur, Skipper, Narfeyrarstofa, Sjávarborg café, Sjávarpakkhúsið og Hótel Egilsen.
Dagská helgarinnar má sjá hér:

Miðvikudagur 5. apríl

11:00 - 17:00 Sjávarborg - Kokteill á kaffihúsi.
16:00 - 18:00 Fosshótel - Happy hour.
16:00 - 01:00 Narfeyrarstofa - Vínstúkan opin.
18:00 - 23:00 Skipper - Tapas matseðill.
18:00 - 22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill + kokteila pörun.
20:30 Fosshótel - Uppistand, Saga Garðars og Snjólaug Lúðvíks, Allt eðlilegt hér. Grínið spannar eðlilegar heimilisaðstæður til erfiðra gelludjamma. Ekki missa af!
Miðasala í hurð og á tix.is.

Fimmtudagur 6. apríl

11:00 - 17:00 Sjávarborg - Kokteill á kaffihúsi.
16:00 - 01:00 Narfeyrarstofa - Vínstúkan opin.
16:00 - 18:00 Fosshótel - Happy hour.
18:00 - 22:00 Narfeyrarstofa - nýr matseðill.
18:00 - 23:00 Skipper - Tapas matseðill.
18:00 - 22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill + kokteila pörun.
20:30 Norska Húsið BSH - Áfengissaga Íslands: frá munngát til mojito. Stefán Pálsson stiklar á stóru í sögu áfengisneyslu Íslendinga frá landnámi til vorra daga, með sérstakri áherslu á áfengis- og bjórbann.
22:00 Narfeyrarstofa - Pub quiz.

Föstudagur 7. apríl

11:00 - 17:00 Sjávarborg - Kokteill á kaffihúsi.
14:00 - 18:00 Fosshótel - Happy hour.
16:00 - 01:00 Narfeyrarstofa - Vínstúkan opin.
18:00 - 23:00 Skipper - Tapas matseðill.
18:00 - 22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill + kokteila pörun.
22:30 - 01:00 Sjávarpakkhúsið - Salsakommúnan & seiðandi kokteilar.

Laugardagur 8. apríl

11:00 - 17:00 Sjávarborg - Kokteill á kaffihúsi.
14:00 - 18:00 Fosshótel - Happy hour.
16:00 - 01:00 Narfeyrarstofa - Vínstúkan opin.
18:00 - 23:00 Skipper - Tapas matseðill.
18:00 - 22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill + kokteila pörun.
21:00 Fosshótel - Verðlaunaafhending og Partý bingó.

Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Getum við bætt efni síðunnar?