Fara í efni

Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi

22.04.2025
Fréttir

Sumardagurinn fyrsti verður haldin hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 24. apríl. Verðurspá fyrir Stykkishólm gerir ráð fyrir 11 stiga hita, sól og mildri austangolu. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir fjölskylduskemmtun af tilefni dagsins. Fjörið hefst kl. 11:00 á íþróttavellinum þar sem byrjað verður á léttu hlaupi áður en farið verður í leiki. Þá mun formaður foreldrafélagsins grilla pylsur fyrir börnin og leika um leið sínar alkunnu listir á grillspaðann.

Sveitarfélagið býður börnum og foreldrum/forráðamönnum frítt í sund í tilefni dagsins. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í gleðinni og fagna sumrinu í veðurblíðunni í Stykkishólmi.

Stykkishólmur
Getum við bætt efni síðunnar?