Sundlaugin opin
Fimmtudaginn 5. júní opnaði útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms á ný eftir lokun vegna framkvæmda. Búið er að leggja nýtt snjóbræðsukerfi undir hellulögn, frá klefum að vaðlaug en unnið er nú að þvi að standsetja nýju heitu pottana. Sem fyrr er allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.