Fara í efni

Sýningin Bergmál/Ekko opnar í Norska húsinu

07.08.2025
Fréttir Lífið í bænum
Sýningin Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.
 
Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir heitinu Ecophilosopic Dialouges. Verkefnið hófst með formlegum hætti vorið 2022 og er unnið til skiptis á Íslandi og Noregi við sýningarhald, vinnustofudvöl og fleira.
Því er ætlað að skapa tengslanet milli listamanna landanna tveggja þar sem unnið er mismunandi nálgun í fjölbreytta miðla. Könnuð eru líkindi og munur á menningu, tungumáli og náttúru landanna það sem þeir skapa hver við annars hlið, ýmist heima eða á nýjum slóðum. Hér er um einhverskonar samsköpun að ræða þar sem hver skapar út frá eigin upplifun í samvinnu eða samveru við aðra, þar sem miðlum og kennum út frá sérfræðiþekkingu hverrar og einnar en þó með persónulegum hætti.
 
Sýnendur eru:
Catherine Finsrud (N)
Elva Hreiðarsdóttir (IS)
Gíslína Dögg Bjarkadóttir (IS)
Hildur Björnsdóttir (IS/N)
Lill-Anita Olsen (N)
Soffía Sæmundsdóttir (IS)
 
Sýningin er styrkt af Art and Culture Norway og Sóknaráætlun Vesturlands.
Getum við bætt efni síðunnar?