Fara í efni

Þorrablót 3. febrúar 2024

12.01.2024
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 3. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Atli Rúnar Sigurþórsson og Theódóra Matthíasdóttir sem lofa góðri skemmtun. Miðsala á blótið fer fram í íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 23. janúar kl. 16:00 - 18:30 og miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00 - 19:00. Athugið að enginn posi er í miðasölu. Miðaverð er 13.500 kr. Hljómsveitin Næsland spilar fyrir dansi, húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00.

Þorrablótið var fyrst haldið í Íþróttamiðstöðinni árið 2020 en hafði áður verið haldið á Hótel Stykkishólmi. Með því að færa þennan árlega viðburð í íþróttamiðstöðina gefst pláss fyrir töluvert fleiri gesti en undanfarin ár hafa æ fleiri brottfluttir Hólmarar sótt þorrablótin og fer þessi hátíð því ört vaxandi. Fosshótel Stykkishólmur sér um matinn á blótinu og býður þar að auki tilboð á herbergjum þessa helgi. 

Nánari upplýsingar má finna í fréttabréfi þorrablótsnefndar hér að neðan. Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.

Það vill enginn missa af þessu.
Getum við bætt efni síðunnar?