Fara í efni

Þorrablót Hólmara og Helgfellinga 4. febrúar í íþróttahúsinu Stykkishólmi

10.01.2023
Fréttir Aðsendar greinar

Loksins getum við blótað þorrann saman aftur!

Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk.

Með þessu góða samstarfi er ætlunin að vinna nefndarinnar verði ekki meiri en verið hefur undanfarin ár. Nefndin getur þá einbeitt sér að því að skemmta fólki, Snæfell mun taka að sér uppsetningu á sal og frágang og hótelið mun sjá um matinn og uppvask.

Ánægjulegt er að þorrablótið fer vaxandi með auknum áhuga íbúa og brottfluttra auk annarra gesta, enda hefur ávallt verið mikið lagt í skemmtiatriðin. Það er von okkar að með þessu fyrirkomulagi geti viðburðurinn okkar vaxið enn fremur og dafnað. Með öllum breytingum fylgja tækifæri og með góðu samstarfi þessara aðila, skapast grundvöllur fyrir áframhaldandi öflugt þorrablót í Hólminum.

Nú er tækifærið! Hristum af okkur slenið eftir þriggja ára hlé og stöndum vörð um þennan frábæra viðburð. Með góðri mætingu tryggjum við að viðburðurinn eflist. Skemmtum okkur og höfum gaman saman.

Koma svo Hólmarar, Helgfellingar og gestir út um allan heim!

Kveðja, nefndin.

Mynd frá þorrablóti í íþróttahúsinu 2020
Getum við bætt efni síðunnar?