Fara í efni

Þorrablót verður haldið 7. febrúar 2026

28.01.2026
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms þann 7. febrúar næstkomandi. Formenn nefndarinnar í ár eru þau Páll Vignir Þorbergsson og Steinunn I. Magnúsdóttir. Nefndin æfir stíft þessa dagana og er óhætt að gera ráð fyrir miklum dýrðum þegar stóra stundin rennur upp, enda af nægu efni að taka.

Blótið var fyrst haldið í íþróttamiðstöðinni árið 2020 en hafði áður verið haldið á Hótel Stykkishólmi. Eftir að viðburðurinn var fluttur í íþróttamiðstöðina gefst pláss fyrir töluvert fleiri gesti, en undanfarin ár hafa æ fleiri brottfluttir Hólmarar sótt þorrablótin sem fara vaxandi í umfangi og mannfjölda ár frá ári.

Nefndin byggir upp spennu þessa dagana með því að deila klippum af æfingum og öðrum skemmtilegu á samfélagsmiðlum, sem er nú orðinn fastur liður í aðdraganda blótsins. Jafnan er það yngri kynslóðin sem fær sín notið í þessum efnum en áhugasamir geta fylgst með bráðskemmtilegum innslögum á Instagram undir thorrafagnadursth

Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sunnudaginn 1. febrúar, kl. 14:00-16:00 og mánudaginn 2. febrúar, kl. 17:00-19:00. Miðaverð er 15.000 kr. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að greiða með millifærslu.

Nefndin er að gera gott mót á Instagram
Getum við bætt efni síðunnar?