Fara í efni

Tónleikar í Vatnasafni

06.07.2023
Fréttir Lífið í bænum

Þann 14. júlí nk. kl. 17 verða tónleikar í Vatnasafninu á vegum þýsk-íslenska víóludúósins Duo Borealis. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Hljóðheimur víólunnar sem dúóið ræðst í í sumar í tilefni af 20 ára starfsafmæli. 

Á tónleikunum flytur Duo Borealis fjölbreytta efnisskrá fyrir tvær víólur frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsögunnar og leiðir áheyrendur um hljóðheim víólunnar sem spannar allt frá ofurveikum undurblíðum tónum upp í stórkostlegar hljómkviður og átök. Tónleikarnir standa í um klukkutíma án hlés.

Tónleikaferðin er styrkt af Tónlistarsjóði, Menningarsjóði FÍH, Hótel Djúpuvík, Elliðaárstöð og Akranesvita. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum tónleikagesta.

Getum við bætt efni síðunnar?