Tónlistarhátíðin Heima í Hólmi 2025
Dagana 11 - 12. júlí verður tónlistarhátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum vísvegar um bæinn.
Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta þennan stórskemmtilega viðburð framhjá sér fara. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru Svavar Knútur, Soffía, Snorri Helgason, Katla Njálsdóttir, Hólmararnir Birta og Friðrik Sigþórsbörn, Svenni Davíðs, hljómsveitin Skelbót og hinn eini sanni Herbert Guðmundsson.
Dagskrá Heima í Hólmi 2025
Föstudagur 11. júlí
20:30 Svavar Knútur
Lágholt 25 , á pallinum hjá Hrefnu og Arnari.
22:00 Snorri Helgason
Tjarnarás 9, hjá Magga Kiddós.
Laugardagur 12. júlí
12:30 Lilli api og Brúðubíllinn: Frúarstígur, á torginu við Norska húsið.
13:30 Birta og Friðrik Sigþórsbörn
Vatnasafn, Bókhlöðustíg 19.
15:00 Soffía
Aðalgata 5, gamla kirkjan.
16:30 Skelbót - Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn
Víkurflöt 7, í garðinum hjá Gísla Sveini og Þóru Sonju.
19:30 Katla Njáls
Bókhlöðustígur 1, í garðinum hjá Palla Gísla og Þórunni.
20:45 Svenni Davíðs
Laufásvegur 15, í bakgarði hjá Dóru og Axel og Berglindi Þorbergs.
22:00 Herbert Guðmundsson og Guðmundur Herbertsson
Vallarflöt 1, hjá Steinu og Sæa.