Fara í efni

Umhyggjudagurinn á laugardaginn

22.08.2023
Fréttir

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir umhyggjudeginum sem haldinn er víðsvegar um land laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Markmið umhyggjudagsins er að vekja athygli á félaginu og því góða starfi sem þar er unnið. 

Í tilefni dagsins verður boðið frítt í sundlaugina í Stykkishólmi á milli kl. 14:00 og 16:00. Börn sem mæta í sund á þessum tíma fá sundpoka merktan umhyggju að gjöf á meðan birgðir endast.

Hægt er að kynna sér starf Umhyggju nánar á vefsíðu félagsins.

Umhyggjudagurinn 26. ágúst 2023
Getum við bætt efni síðunnar?