Ungmennaráðstefnan: Ungt fólk og lýðheilsa - fyrir ungmenni af öllu landinum
Ungmenni á aldrinum 15 - 25 ára athugið.
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa fer fram dagana 12. - 14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar í ár eru félagslegir töfrar. Ráðstefnan hefur það markmið að hvetja ungt fólk til þátttöku í félagsstarfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar á nýjan hátt, ekki aðeins með því að mæta á hefðbundar íþróttaæfingar. Þátttaka getur falið í sér að sitja í stjórn deildar eða félags, taka þátt í fjölbreyttu nefndarstarfi, aðstoða við fjáröflun, dómgæslu og/eða koma að móta- og viðburðahaldi. Með öðrum orðum er markmið viðburðarins að efla og viðhalda félagslegum töfrum ungs fólks - efla og styrkja félagslega heilsu þess. Að auki felur viðburðurinn í sér hellings hópefli, líkamlega hreyfingu og afþreyingu. Viðburðurinn tekur því á öllum hliðum lýðheilsu, þ.e. líkamlegri-, andlegri- og félagslegri heilsu.
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi vinnustofur, samtal við ráðamenn, kvöldvökur og önnur skemmtilegheit.
Takmarkaður fjöldir
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo það borgar sig að bíða ekki of lengi með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. Hægt er að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði til UMFÍ. Skila þarf inn kvittunum á sérstöku eyðublaði sem sent verður út eftir viðburðinn.
Skráning
Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma. Ráðstefnan er fyrir öll ungmenni á aldrinum 15 - 25 ára. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja ungmennum undir 18 ára aldri.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur og nikótínpúða.
Skráning er hafin og stendur til 8. september.
Hér er hægt að fylgjast með öllum upplýsingum hér: https://www.umfi.is/.../ungt.../ungt-folk-og-lydheilsa-2025/