Fara í efni

Úthlutað úr lista- og menningarsjóð

19.01.2026
Fréttir

Stjórn Lista og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 7. janúar í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Til fundarins mættu Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Haukur Garðarsson og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir. Verkefni stjórnar var að að fara yfir og meta þær fimm styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn. Farið var yfir umsóknir og tillögur að úthlutun lagðar fram og áður en komist var að niðurstöðu.

Leikfélagið Grímnir hlaut styrk að upphæð 300.000 kr. Leikfélagið sótti um styrk fyrir leiklistarnámskeið sem félagið hyggst bjóða uppá í Stykkishólmi.

Ingibjörg Fríða Helgadóttir hlaut styrk að upphæð 100.000 kr. Ingibjörg sótti um styrk fyrir jazztónleikum á Hræðilegri helgi í Hólminum sem haldin verður í febrúar.

Anna Melsteð hlaut styrk að upphæð 100.000 kr. Anna Melsteð sótti um styrk fyrir sögumiðlum í Stykkishólmi.

Skógræktarfélag Stykkishólms og útikennsluteymi Grunnskólans í Stykkishólmi hlaut styrk að upphæð 250.000 kr. Sótt var um styrk fyrir verkefninu jólaskógur í Nýrækt.

Fundargerð stjórnar Lista- og menningarsjóðs má nálgast hér.

Getum við bætt efni síðunnar?