Veðurmælingar í 180 ár
Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Í tilefni þessa afmælis verður efnt til málþings sem verður haldið í Vatnasafninu í Stykkishólmi 11. október næstkomandi. Hera Guðlaugsdóttir á veg og vanda að viðburðinum en verkefnið er meðal annars styrkt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Malþingið ber tiltilinn Andvarinn í himinsfari og er dagskráin eftirfarandi:
13:05: Á veðramótum: Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Ströndum, fer yfir veðurþekkingu þjóðar fyrr á tímum og nú.
13:45: Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fjallar um mikilvægi þessara mælinga í loftslagsrannsóknum og hvernig fortíðin getur nýst okkur til að skilja framtíðina
14:55: Ole Martin Sandberg nýdoktor og heimspekingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, ræðir um óþekktar afleiðingar vegna loftslagsvár hér á Íslandi.
15:15: Þorgerður Ólafsdóttir listakona segir frá verkum sínum sem fjalla um samband mannsins við náttúruna í síbreytilegum heimi, þar sem hugmyndir um tíma, tengsl og skala eru í forgrunni.
15:35: Hera Guðlaugsdóttir frá Veðurstofu Íslands flytur samantekt.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst á info@norskahusid.is eða heragudlaugs@gmail.com.
Í framhaldi af málþinginu Andvarinn í himinsfari -180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar, mun opna sýningin Vendipunktar/Tipping points í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Sýningin opnar laugardaginn 11. október kl. 16:00, léttar veitingar í boði.