Fréttir
Framkvæmdir ganga vel
Viðhaldsframkvæmdir við Sundlaug Stykkishólms ganga vel en búið er að reisa einfalda yfirbyggingu yfir sundlaugina til að forðast vætu á meðan framkvæmdum stendur. Á meðan unnið er að endurbótum á yfirborðsefni sundlaugarinnar er tíminn einnig vel nýttur í önnur viðhaldsverkefni, má t.d. nefna smávægilegar lagfæringar á innilaug, endurbætur á flísalögn í kringum laugar, viðhald á sturtuklefum ofl.
23.05.2024