Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir

Framkvæmdir ganga vel

Viðhaldsframkvæmdir við Sundlaug Stykkishólms ganga vel en búið er að reisa einfalda yfirbyggingu yfir sundlaugina til að forðast vætu á meðan framkvæmdum stendur. Á meðan unnið er að endurbótum á yfirborðsefni sundlaugarinnar er tíminn einnig vel nýttur í önnur viðhaldsverkefni, má t.d. nefna smávægilegar lagfæringar á innilaug, endurbætur á flísalögn í kringum laugar, viðhald á sturtuklefum ofl.
23.05.2024
Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms fara fram í Stykkishólmskirkju í dag, 23. maí, kl. 17:00. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Öll hjartanlega velkomin
23.05.2024
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Forsetakosningar 1. júní 2024

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Stykkishólmi vegna forsetakjörs þann 1.júní n.k. verður í Grunnskólanum að Borgarbraut 6, frá kl. 10:00 til kl 22:00. Kjósandi skal framvísa gildum skilríkjum á kjörstað. Kjörstjórn.
21.05.2024
Fjármála- og skrifstofustjóri
Fréttir Laus störf

Fjármála- og skrifstofustjóri

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar að kraftmiklum fjármála- og skrifstofustjóra með mikla samskiptafærni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandaður í vinnubrögðum ásamt því að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
21.05.2024
Opnunartími íþróttamiðstöðvar yfir Hvítasunnuna
Fréttir

Opnunartími íþróttamiðstöðvar yfir Hvítasunnuna

Eins og fram hefur komið á vef sveitarfélagsins er sundalaug Stykkishólms nú lokuð vegna viðhalds. Opnunartími íþróttamiðstöðvar og Átaks líkamsræktar yfir Hvítasunnuhelgina er eftirfarandi:
16.05.2024
Sumarnámskeið fyrir káta krakka
Fréttir

Sumarnámskeið fyrir káta krakka

Í sumar býður sveitarfélagið upp á námskeið fyrir börn fædd árin 2012-2017. Umsjón námskeiðanna er á höndum Klaudiu Gunnarsdóttur og Ragnars Inga Siguðssonar eins og undanfarin ár.
16.05.2024
Þóra Margrét Birgisdóttir, nýráðin skólastjóri.
Fréttir

Þóra Margrét Birgisdóttir ráðin skólastjóri

Á 25. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, þann 15. maí, samþykkti bæjarstjórn að ráða Þóru Margréti Birgisdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Ákvörðun bæjarstjórnar er byggð á niðurstöðu ráðgjafa Attentus sem taldi Þóru Margréti mæta best þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um starfið eftir heildarmat á hæfni umsækjenda.
15.05.2024
Opið fyrir skráningu í vinnuskólann.
Fréttir Laus störf

Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann 2024

Sveitarfélagið Stykkishólmur býður ungmennum með lögheimili í sveitarfélaginu sumarvinnu í Vinnuskólanum. Opið er nú fyrir skráningar í vinnuskólann sumarið 2024. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2007, 2008, 2009 2010 og 2011. Hægt er að skrá sig í vinnuskólann á íbúagáttinni. Skráningablöð er einnig hægt að nálgast og skila til skólaritara GSS og í móttöku Ráðhússins að Hafnargötu 3. Skráningu skal skilað, fyrir mánudaginn 3. júní 2024. Mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega.
15.05.2024
25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram miðvikudaginn 15. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
13.05.2024
Heiðrún Edda stýrði fundi
Fréttir

Bæjarstjórn unga fólksins

Fyrsti fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram síðastliðinn miðvikudag, 8. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja til svara.
13.05.2024
Getum við bætt efni síðunnar?