Fréttir
Slökkviliðið í Stykkishólmi hélt upp á 110 ára afmæli
Þann 10. febrúar síðastliðinn voru liðin 110 ár síðan stofnað var formlegt slökkvilið í Stykkishólmi en reglugerð um slökkvilið var sett þann dag árið 1914. Haldið var upp á þennan merka áfanga í húsnæði slökkviliðsins í Stykkishólmi á 112 daginn 11. febrúar síðastliðinn. Buðu þá slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar gestum að koma og skoða bíla og búnað á svæðinu og þiggja afmælisköku í tilefni dagsins.
13.02.2024