Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Grenitré verður sett upp í Hólmgarði
Fréttir

Grenitré verður sett upp í Hólmgarði

Niðurstöður liggja nú fyrir og varð grenitréð fyrir valinu. Um 160 manns tóku þátt í valinu og voru 75% sem völdu grenið. Sitkagreni er ein algengasta trjátegundin í ræktun hér á landi en fyrstu trén sett niður í Reykjavík um 1924 en umrætt tré var gróðursett um 1970 í Sauraskógi.
29.11.2021
Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn
Fréttir

Jólaljósin tendruð við lágstemmda athöfn

Þann 1. desember næstkomandi verða ljós tendruð á jólatrénu í Hólmgarði. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu verður viðburðurinn með svipuðu sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk munu eiga samverustund í Hólmgarði að morgni 1. desember þegar 1. bekkur tendrar ljósin.
26.11.2021
Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn
Fréttir

Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn

Líkt og í fyrra hafa nú, í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms, tvö tré í Sauraskógi verið valin sem koma til greina sem jólatré Hólmara í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp í Hólmgarðinum sem jólatréð í ár.
25.11.2021
Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Örvunarbólusetning á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Á þriðjudögum býður heilsugæslan í Stykkishólmi upp á frumbólusetningu og örvunarbólusetningu við COVID-19. Örvunarbólusetning er í boði fyrir 12 ára og eldri, þegar fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu COVID-19 bólusetningu. Á heilsuvera.is má sjá hvenær síðasta bólusetning fór fram, brýnt er fyrir fólki að panta ekki tíma í örvunarbólusetningu fyrr en fimm mánuðir hafa liðið frá síðustu bólusetningu við COVID-19.
24.11.2021
Aðventan byrjar í Stykkishólmi
Fréttir

Aðventan byrjar í Stykkishólmi

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og næstkomandi laugardag, 27. nóvember, gera Hólmarar sér glaðan dag af því tilefni. Ætla má að bærinn iði af lífi á laugardaginn þar sem heilmikið verður um að vera og verðurspáin Hólmurum í hag eins og vant er.
22.11.2021
Körfuboltaveisla í Hólminum
Fréttir

Körfuboltaveisla í Hólminum

Laugardaginn 20. nóvember verður sannkölluð körfuboltaveisla í Stykkishólmi. Tveir leikir hjá meistaraflokkum Snæfells fara fram á laugardaginn, annars vegar mætir Snæfell (kk) KR B kl. 13:00 og hinsvegar mætir Snæfell (kvk) Ármanni kl. 16:00. Báðir leikir fara fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi.
19.11.2021
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Fyrir skemmstu var sagt frá því unnið væri að uppsetningu á hraðhleðslustöð á planinu við íþróttamiðstöðina. Stöðin er nú komin upp og einungis smávægilegur frágangur sem eftir á að vinna. Stykkishólmsbær gerði samning við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði, sem var að mati skipulags- og byggingarnefndar heppilegasta svæði bæjarins fyrir hraðhleðslustöð.
19.11.2021
Opið fyrir umsóknir í Matsjána
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Matsjána

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
17.11.2021
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Hin árlega hundahreinsun fer fram næstkomandi fimmtudag og föstudag, 18. og 19. nóvember, hjá dýralækninum að Höfðagötu 18, milli kl. 16 ? 18. Hólmarar eru hvattir til að mæta með hundana sína.
15.11.2021
Umhverfisvottun þrettán ár í röð
Fréttir

Umhverfisvottun þrettán ár í röð

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna nú EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð ? til hamingju Snæfellingar! Sveitarfélögin fengu fyrst vottun frá vottunarsamtökunum árið 2008, fyrst allra samfélaga í Evrópu, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála.
12.11.2021
Getum við bætt efni síðunnar?