Fréttir
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
12.11.2021