Fréttir
Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 ? 2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu um stefnu og skilmála um gististaði á íbúðarsvæðum í Stykkishólmsbæ. Skipulagslýsingin er birt á vef Stykkishólmsbæjar og liggur frammi á bæjarskrifstofu til og með 31. mars 2021, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina.
03.03.2021