Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Grjóthrun úr sjálfri kerlingunni í Kerlingarskarði
Fréttir

Grjóthrun úr sjálfri kerlingunni í Kerlingarskarði

Myndband frá Kerlingarskarði sem Sumarliði Ásgeirsson deildi á facebook síðu sinni hefur vakið töluverða athygli. Myndbandið er tekið með dróna sem flýgur yfir kerlinguna í Kerlingarskarði og sýnir að töluvert hefur hrunið úr henni. Sjálfur giskar Sumarliði á að kerlingin hafi misst 5- 6 metra af hæð sinni.
12.01.2021
Lausar lóðir við Sæmundarreit í Stykkishólmi - Útsýni yfir Breiðafjörð
Fréttir

Lausar lóðir við Sæmundarreit í Stykkishólmi - Útsýni yfir Breiðafjörð

Lóðirnar Sæmundarreitur 1 og 2 eru auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2021.
06.01.2021
Ókeypis bókasafnskort
Fréttir

Ókeypis bókasafnskort

Nú um áramótin gekk sú breyting í gildi að aðild að Amtsbókasafninu í Stykkishólmi var gerð ókeypis. Nú geta því allir nýtt sér allan safnkost Amtsbókasafnsins án þess að draga upp veskið. Á bókasafninu er veitt fjölbreytt þjónusta. Auk þess að lána út bækur og tímarit eru til útláns DVD diskar, kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir. Nýverið var auk þess tekið upp á því að lána út borðspil. Amtsbókasafnið er auk þess aðili að Rafbókasafninu.
05.01.2021
Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir 50% tímabundna stöðu forfallakennara frá 1. febrúar nk.
04.01.2021
Getum við bætt efni síðunnar?