Fréttir
Lys op for stop
Nú þegar skammdegið færist yfir er gott að huga að sýnileika og draga fram endurskinsmerkin, jafnt börn sem fullorðnir. Með því að gera sig sýnilega með endurskinsmerkum auka gangandi og hjólandi vegfarendur eigið öryggi. Ökumenn sjá þá vegfarendur fyrr og eru því líklegri til að stoppa þegar þörf er á, eða eins og daninn segir gjarnan Lys op for stop!
28.10.2024